Twitter

Hversu mikið þarf man að hata útlendinga til að líta svo á að þeir hafi hæli annarsstaðar þegar eina staða þeirra í því landi er að fara í flóttamannabúðir? @aslaugarna, Kristín Völundardóttir og Þorsteinn Gunnarsson

Maní og fjölskylda mega búa með mér. Nóg pláss! Bara ekki reka þau úr landi. Af því að sá gjörningur er í nafni okkar allra og ég vil ekki að hann verði í mínu nafni.

Eruði orðin uppiskroppa með hugmyndir þegar kemur að því að hafa ofan af fyrir krökkunum á meðan þau mega ekki fara í leikskólann? 👫
Komiði með þau (eða ykkur sjálf) klukkan 12 á morgun að kríta og hafa kósýstund saman á Austurvelli og sýnum þannig samstöðu gegn brottvísun Maní!

Stefnt er að því að brottvísun Maní og fjölskyldu gangi í gegn þegar hann hefur verið ***útskrifaður af geðdeild sem hann var lagður inn á vegna alvarlegs andlegs ástands***.
@katrinjak og @aslaugarna hvernig sváfuð þið í nótt? Geðþótti my ass.

Hversu sturlað er að okkur sé ekki hleypt inn í dómsmálaráðuneytið til að afhenda undirskriftalistann??
@logreglan stendur vörð um bygginguna en stöðvar hins vegar ekki umferð sem kemur á fleygiferð í áttina að okkur 🙄

það á ennþá að vísa Maní úr landi þrátt fyrir að stjórnvöld viti mætavel að hann hefur ekki fengið réttláta málsmeðferð - þetta snýst ekki um geðþótta þetta snýst um að virða lögin í landinu @aslaugarna @katrinjak

Skemmtilegur body-horror músafróðleikur: enska orðið "muscles" er komið af latneska orðinu "mus" sem þýðir "mús". Apparently fannst latínumönnum vöðvar líta út eins og fullt af músum að skríða undir skinninu okkar.

Mótmæli og afhending undirskrifta á um hádegi á morgun fyrir þau sem komast! #maníáheimahér
https://www.facebook.com/events/847874185677841/

Fyrir þá sem eiga ennþá eftir að skrifa undir!
íslensk yfirvöld : sýnið Maní og fjölskyldu hans samstöðu / show Maní and his family solidarity!! - http://chng.it/yMQNhfrH

“Mál Manís sýnir fram á alvarlega galla á framkvæmd útlendingalaga sem Ungir jafnaðarmenn hafa ítrekað bent á og gagnrýnt. Ekki er nægt tillit tekið til barna í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er þó búið að lögfesta hér á landi.” http://politik.is/2020/02/17/ungir-jafnadarmenn-krefjast-thess-ad-mani-fai-ad-vera/

ég vona að öll þau sem hafa valdið til að stöðva brottvísun Manís en gerðu það ekki skammist sín og sofi illa í nótt

Maní er kominn á BUGL í neyðarvistun og var því bjargað af heilbrigðisstarfsfólki — í bili. Munum að íslensk stjórnvöld eru búin að skera svo niður að transteymi BUGL er hætt.

Mér er óglatt.

Mikill léttir að frétta að brottvísun Maní og fjölskyldu hafi verið frestað. Þessi vinnubrögð yfirvalda eru þó til háborinnar skammar. Baráttunni er ekki lokið enn og það er aldeilis kominn tími til að stjórnvöld hysji upp um sig buxurnar og veiti þeim öryggi. #maníáheimahér 🏳️‍⚧️

brottvísun frestað vegna annarlegs ástands Manís.

það er til skammar að stjórnvöld og útl leyfi barni að brotna niður af því að þau gefa sér ekki tíma til að taka mál þess til skoðunar eða stígi ekki nógu hratt inní

Ég kemst ekki yfir það hvað mér finnst lágkúrulegt að ríkisstjórn sem þykist vilja allt fyrir hinsegin fólk gera hendi transbörnum á flótta úr landi í lögreglufylgd eins og þau séu glæpamenn og hunskist ekki einu sinni til þess að fjármagna transteymið á BUGL

ég hef svo ótrúlega margt að segja og ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég bið ykkur að senda alla ykkar ást og góðu strauma til Maní og fjölskyldu hans

#maníáheimahér #brottvísun #samstaðaerekkiglæpur #noborders #ekkiímínunafni

Maní, fjölskylda hans og ótal aðrar eiga skilið svo mikið betra en að vera rifið upp með rótum og komið fram við þau eins og tölur sem þarf bara að færa til.

sömuleiðis grátbið ég @katrinjak að gera eitthvað í þessu máli líka

sýnið að þið látið hinsegin mál og öryggi okkar ykkur varða, ekki bara þegar það hentar, lætur ykkur líta vel út eða snýr að hvítum íslendingum

Load More...